Tré Lífsins

Dauðinn er eins eðlilegur hluti af lífi okkar og fæðingin, en mörg eigum við erfitt með að ræða hann enda getur hann verið sársaukafullt umræðuefni. Með frumkvöðlaverkefninu Tré Lífsins viljum við opna umræðuna um dauðann og bjóða upp á nýjan valkost við andlát.

Valfrelsi 

Okkur þykir mikilvægt að fólk hafi frelsi til þess að velja hvað verður um þeirra jarðnesku leifar við andlát og viljum bjóða fólki að skrásetja sínar hinstu óskir í persónulegan gagnagrunn. 

Nánar um persónulega gagnagrunninn

Virðing

Við viljum halda minningu látinna ástvina á lofti með minningasíðu á internetinu þar sem hægt er að rita skilaboð til látinna ættingja og lesa skilaboð frá öðrum sem minnast þeirra. 

Nánar um minningasíður

Umhverfisvernd

Við viljum heiðra minningu ástvina okkar á fallegan hátt og huga að umhverfinu í leiðinni. Við viljum bjóða fólki að vera viðstatt bálför ástvina sinna og að henni lokinni  gróðursetja tré ásamt öskunni sem vex upp til minningar um hinn látna. Draumur okkar er sá að trén vaxi í Minningagörðum þangað sem fjölskyldan getur farið saman og fylgst með trjánum vaxa og átt ljúfa stund saman í náttúrunni. 

Nánar um bálstofu og gróðursetningu ösku ásamt tré í Minningagörðum

Um okkur

Tré Lífsins er frumkvöðlaverkefni í þróun og mun bjóða upp á nýjan valkost við andlát. Tré Lífsins er óháð öllum trúar- og lífsskoðunarfélögum og mun vera opið öllum óháð trú þeirra, trúleysi eða lífsskoðun. Forsvarskona þess er Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir.

Sigríður Bylgja útskrifaðist með BA gráðu í HHS (heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði) frá Háskólanum á Bifröst árið 2010. Hún útskrifaðist frá Háskólanum í Lundi árið 2013 með MSc gráðu í Mannvistfræði með áherslu á menningu, völd og sjálfbærni.

Tré Lífsins hefur verið í þróun frá árinu 2015 og næstu skref felast í því að kanna áhuga almennings á verkefninu.