Bálstofa og Minningagarðar

Hvaða tré vilt þú verða?

Mér finnst það góð tilhugsun að nýtt líf spretti upp
frá öðru sem lauk og ég vil að fólk geti farið á
náttúrulegan og fallegan stað til að minnast ástvina
sinna. 

-Sigríður Bylgja, stofnandi Trés Lífsins

Tré Lífsins mun opna bálstofu þar sem askan er sett í lífrænt duftker að bálför lokinni. Duftkerið og askan verða gróðursett ásamt tré í Minningagarði þar sem tréð vex upp til minningar um hinn látna.

Hvert tré í Minningagörðunum verður merkt með nafni þess sem undir því hvílir og QR kóða sem mun flytja gesti garðanna inn á rafræna minningasíðu viðkomandi.

Minningasíðan er staður fyrir aðstandendur til þess að minnast ástvina sinna sem fallnir eru frá og halda minningu þeirra á lofti.

Von okkar er sú að Minningagarða verði að finna um allt landi og að með tíð og tíma verði þeir að fallegum skógum til útivistar og samverustunda.

Frumgerð af duftkeri fyrir Tré Lífsins hannað af Helgu Unnarsdóttur, leirlistakonu