Bálstofa og Minningagarðar

Við viljum bjóða ástvinum að fylgja hinum látna alla
leið og vera viðstaddir þegar bálförin fer fram. Rýmið
verður bjart og fallegt og ástvinir geta haldið
utan um hvern annan í sorginni.

Eftir bálförina fá aðstandendur duftkerið afhent og
svo er það gróðursett ásamt tré í Minningagarði. 

Mér finnst það góð tilhugsun að nýtt líf spretti upp
frá öðru sem lauk og ég vil að fólk geti farið á
náttúrulegan og fallegan stað til að minnast ástvina
sinna. 

-Sigríður Bylgja, stofnandi Trés Lífsins

Þriðji hluti Trés Lífsins er bálstofa þar sem aðstandendur geta verið viðstaddir bálför ástvina sinna og veitt þeim hinstu kveðju í björtu og opnu rými.

Í dag er ekki heimilt að vera viðstaddur bálfarir sem framkvæmdar eru á Íslandi en við viljum bjóða upp á þennan valkost. Að bálför lokinni fá aðstandendur duftker í hendurnar sem verður síðar gróðursett ásamt tré í Minningagarði, sé það í samræmi við óskir hins látna.

Merkingarnar við hvert tré í Minningagörðunum munu flytja gesti garðanna inn á rafræna minningasíðu þess sem undir trénu hvílir.

Frumgerð af duftkeri fyrir Tré Lífsins hannað af Helgu Unnarsdóttur, leirlistakonu