Tré Lífsins Frumkvöðlaverkefni

Tré Lífsins er frumkvöðlaverkefni í þróun sem mun bjóða upp á nýjan valkost við andlát.

Hafir þú einhverjar spurningar er velkomið að senda okkur línu á trelifsins@trelifsins.is

Fylgist endilega með þróun verkefnisins á facebook síðu Trés Lífsins.

The Tree of Life is an entrepreneurial project in development offering a new alternative upon ones death. Further news are expected in the year 2019.  The service will only be available in Iceland to begin with and to individuals with Icelandic citizenship or permanent residence in Iceland.

We welcome all questions and inquiries:  trelifsins@trelifsins.is

Verkefnið

Við hlökkum til að kynna Tré Lífsins fyrir almenningi en um er að ræða nýjan valmöguleika við andlát sem hefur virðingu gagnvart hinum látnu og aðstandendum þeirra í fyrirrúmi, sem og valfrelsi einstaklingsins. Hjá Tré Lífsins er lögð rík áhersla á:

Valfrelsi – Virðingu – Umhverfisvernd

Tré Lífsins er nýr valkostur við andlát þar sem einstaklingum er gefið aukið valfrelsi um hvað verður um jarðneskar leifar þeirra við andlát.

Tré Lífsins mun reka bálstofu þar sem aðstandendur geta verið viðstaddir bálfarir ástvina sinna og veitt þeim hinstu kveðju.

Að bálför lokinni er aska hins látna sett í lífrænt duftker sem gróðursett verður ásamt tréi í Minningargarði.

Von okkar er að Minningargarðar muni rísa um allt land og vera staðir fyrir samveru í náttúrunni þar sem ástvina verður minnst á fallegan hátt og hið liðna líf næri nýtt líf í formi trés.

Frelsi einstaklingsins til þess að velja hvað verður um hans jarðnesku leifar við andlát, virðing fyrir náttúrunni og einstaklingnum, von um að Minningargarðarnir blómstri sem útivistarsvæði þar sem fólk minnist hinna látnu, er ósk okkar hjá Tré Lífsins.

Fylgstu með nýjustu fréttum af þróun verkefnisins á facebooksíðunni okkar.

Um okkur

Tré Lífsins er frumkvöðlaverkefni í þróun. Forsvarskona þess er Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir.

Sendu Sigríði Bylgju línu: sigridur.bylgja@trelifsins.is

Sími: 662-6364

Skref fyrir skref

Tré Lífsins

Hugmyndin að Tré Lífsins kviknaði árið 2015 hjá frumkvöðlinum Sigríði Bylgju Sigurjónsdóttur og hefur hún unnið að henni síðan þá meðfram öðrum verkefnum. Leyst hefur verið úr lagalegum áskorunum er tengjast verkefninu og það kortlagt fyrir íslenskar aðstæður. Í desember 2017 fékk Tré Lífsins viðurkenningu frá Nýsköpunarmiðstöð Íslands fyrir bestu viðskiptaáætlunina. Verkefnið er nú í …