Tré Lífsins mun bjóða upp á nýja valmöguleika við lífslok.

Tré lífsins er sjálfseignastofnun sem mun rísa í Rjúpnadal í Garðabæ og hýsa athafnarými, kyrrðarrými, bálstofu og móttöku fyrir Lífsbókina. Fyrsti Minningagarður á Íslandi verður gróðursettur í Rjúpnadal. 

Valfrelsi 

Okkur þykir mikilvægt að fólk hafi frelsi til þess að velja hvað verður um þeirra jarðnesku leifar við lífslok og að saga þeirra sé varðveitt. Við viljum bjóða fólki að skrásetja söguna sína og hinstu óskir á öruggan stað í Lífsbók Tré lífsins. 

Nánar um Lífsbókina

Virðing

Við viljum halda minningu látinna ástvina á lofti með minningasíðu á internetinu þar sem hægt er að finna sorgartjáningu sinni farveg, finna samstöðu í sorginni og varðveita minningu ástvina okkar.

Nánar um minningasíður

Umhverfisvernd

Við viljum heiðra minningu ástvina okkar á fallegan hátt og huga að umhverfinu í leiðinni. Bálstofa Trés lífsins verður með umhverfisvænum ofni . Í Minningagörðum Tré lífsins getur fólk gróðursett tré ásamt öskunni sem mun vaxa upp til minningar um hinn látna.

Draumur okkar er sá að Minningagarða verði að finna um allt land og að þangað geti fjölskyldur farið og heimsótt tré ástvina sinna, stundað útivist og átt ljúfa stund saman í náttúrunni. 

Nánar um gróðursetningu ösku ásamt tré í Minningagörðum

Um okkur

Tré lífsins er frumkvöðlaverkefni í þróun sem mun bjóða upp á nýjan valmöguleika við lífslok. Tré lífsins mun reisa bálstofu með athafnasal og kyrrðarrými, gróðursetningu á ösku hins látna ásamt tré í Minningagarði og rafræna minningasíðu.

Tré lífsins er óháð öllum trúar- og lífsskoðunarfélögum og mun vera opið öllum óháð trú þeirra, trúleysi eða lífsskoðun.

SBS. Sumarhúsið og garðurinn. Sept2019

Að baki Tré lífsins stendur Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir, forsvarskona og stofnandi,  ásamt fjölda sérfræðinga á ólíkum sviðum sem ná til verkefnisins, svo sem lögfræði, tækni, persónuverndar, skógræktar og sorgarúrvinnslu.

Sigríður Bylgja er með meistaragráðu í mannvistfræði með áherslu á menningu, völd og sjálfbærni. Hún hefur starfað mikið í umhverfismálum og sjálfbærni er henni sérstaklega hugleikin.

sigridur.bylgja@trelifsins.is

Tré Lífsins hefur verið í þróun frá árinu 2015.