Minningagarður

Fyrsti Minningagarður landsins verður opnaður við hlið höfuðstöðva Trés lífsins í Rjúpnadal í Garðabæ. Í Minningagarðinum bjóðum við upp á þann möguleika að gróðursetja ösku látins ástvinar í lífrænu duftkeri ásamt tré sem vex upp til minningar um hinn látna.

Að baki Minningagörðunum er heil hugmyndafræði um tengingu manns og náttúru og upplifun á sorgarferlinu. Tré gegna því magnaða hlutverki að útvega okkur lífsnauðsynlegt súrefni og sinna auk þess mörgum mikilvægum hlutverkum í vistkerfinu. Það að sjá tré vaxa af ösku ástvinar mun vonandi veita huggun í sorginni þar sem tréð er allt í einu orðið persónulegt og táknar ástvin sem okkur var kær. Það að faðma tré fær allt aðra merkingu í þessu tilliti.

Hvert tré í Minningagörðunum verður merkt með nafni þess sem undir því hvílir og QR kóða sem mun flytja gesti garðanna inn á rafræna minningasíðu hins látna.

Lagabreytinga er þörf til að heimila fleiri Minningagarða um landið en Dómsálaráðuneytið hefur tekið jákvætt í slíka lagabreytingu.

Von okkar er sú að Minningagarða verði að finna um allt land og að með tíð og tíma verði þeir að fallegum skógum til útivistar og samverustunda.

Skipulagssvæði í Rjúpnadal

Rjúpnadalur í Garðabæ

Minningagarður