Um okkur

Tré lífsins er frumkvöðlaverkefni í þróun sem mun bjóða upp á nýjan valmöguleika við lífslok. Tré lífsins býður upp á skráningu sögunnar okkar og hinstu óska á persónulega síðu, gróðursetningu á ösku hins látna ásamt tré í Minningagarði og rafræna minningasíðu.

Tré lífsins er óháð öllum trúar- og lífsskoðunarfélögum og mun vera opið öllum óháð trú þeirra, trúleysi eða lífsskoðun.

Tré lífsins mun falla undir starfsemi félaga til almannaheilla.

Að baki Tré lífsins standa Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir, forsvarskona og stofnandi,  Oktavía Hrund Jónsdóttir, tækni og öryggismál og Olga Margrét Kristínardóttir Cilia,  lögfræði og persónuvernd.

Sigríður Bylgja er með meistaragráðu í mannvistfræði með áherslu á menningu, völd og sjálfbærni. Hún hefur starfað mikið í umhverfismálum og sjálfbærni er henni sérstaklega hugleikin. sigridur.bylgja@trelifsins.is 

Oktavía Hrund Jónsdóttir er með meistaragráðu í alþjóðlegri þróunarfræði og alþjóðlegum samskiptum. Hún hefur unnið að tækni og þróunarmálum í meira en áratug um allan heim og hefur sérstakan áhuga á aðgengi, notkun og öryggi rafrænna lausna til framtíðar. oktavia@trelifsins.is

Olga Margrét Kristínardóttir Cilia er með meistarapróf í lögfræði frá Háskóla Íslands. Lokaverkefni hennar frá lagadeild fjallaði um vernd persónuupplýsinga og réttindi hins skráða samkvæmt persónuverndarlöggjöfinni. olga.margret@trelifsins.is 

Tré Lífsins hefur verið í þróun frá árinu 2015.