Spurt og svarað

Fáir þú ekki svar við spurningu þinni á þessari síðu, hvetjum við þig til að senda okkur fyrirspurn sem við munum svara og setja á síðuna. 

trelifsins@trelifsins.is 

Nei.

Tré lífsins er á félagaformi sem heitir sjálfseignastofnun í atvinnurekstri og er rekið sem óhagnaðardrifið. Í samþykktum félagsins er það skilyrt að allur hagnaður skuli renna aftur inn í félagið. Heimilt er að greiða út styrki til sorgar- og sjúklingasamtaka, umhverfisverndarsamtaka og skógræktarfélaga, en annars skal hagnaður nýttur til að reka félagið og lækka verð á þjónustunni. 

Hvað þýðir þetta? Þetta þýðir að Tré lífsins er ekki stofnað til þess að græða á því, heldur til þess að bjóða upp á mikilvæga þjónustu án þess að hagnaðarsjónarmið ráði ferð.  

Nei alls ekki. Við viljum að valið sé þitt svo lögum samkvæmt hefur fólk þrjá valmöguleika:

  1. Að jarðsetja öskuna í kirkjugarði eða ofan á kistugröf látins ættingja.
  2. Að jarðsetja öskuna í duftreit í kirkjugarði.
  3. Að dreifa öskunni yfir hafi eða óbyggðum eftir að hafa fengið leyfi frá Sýslumanni. Óheimilt er að setja upp minnismerki á þeim stað sem öskunni var dreift.

Fjórði valmöguleikinn verður í boði þegar bálstofa Trés lífsins verður komin í starfsemi. Þá verður hægt að velja um að gróðursetja öskuna, ásamt tré, í Minningagarði þar sem minnismerki verður sett við tréð. Ef fólk vill ekki gróðursetja tré með öskunni, en samt hvíla innan Minningagarðs, verður slíkt heimilt. 

Nei því miður. 

Skv. lögum 36/1993 má eingöngu jarðsetja ösku í kirkjugarði eða löggiltum grafreit, duftreit eða dreifa henni yfir hafi eða óbyggðir eftir að hafa fengið leyfi frá Sýslumanni. 

Þegar bálstofa Trés lífsins verður komin í starfsemi förum við eftir reglugerð 668/2007 þar sem segir í 16.gr að stjórnendum bálstofu sé heimilt að koma upp duftreitum utan kirkjugarða en þó í sambandi við bálstofuna að fengnu leyfi ráðuneytisins.

Fyrsti Minningagarðurinn í Rjúpnadal í Garðabæ verður því ekki opnaður fyrr en eftir að höfuðstöðvar og bálstofa Trés lífsins hafa risið.

Á Íslandi eru yfir 50 trúar- og lífsskoðunarfélög. Okkur finnst vanta óháðan stað þar sem er pláss fyrir okkur öll, óháð trú okkar, trúleysi eða lífsskoðun, þar sem hægt er að framkvæma fallegar athafnir og eiga annan möguleika en að hvíla innan kirkjugarðs. Við berum virðingu fyrir öllum og sama hvort, eða hvað fólk trúir á, er því velkomið að nýta þjónustu okkar. Okkur finnst ekki eðlilegt að trúfélag fari með rekstur bálstofu þar sem það er útilokandi fyrir þau sem ekki aðhyllast sama trúarbragði. 

Þú ræður!

Hvort sem um er að ræða nafngjöf, fermingu, hjónavígslu eða hinstu kveðjustund, þá getur fólk valið að fá fulltrúa síns trúar- eða líffskoðunarfélags til að halda athöfnina.

Prestar, athafnastjórar frá Siðmennt, ásatrúargoð, fulltrúar annarra trúar- og lífsskoðunarfélaga eða hver sá sem hefur leyfi til að framkvæma athafnir, eru velkomin að stýra athöfnum innanhúss hjá okkur. 

Það fer eftir ýmsu.

Tré lífsins byrjaði sem frumkvöðlaverkefni árið 2015 og hefur verið í þróun síðan þá. 

Leiðin að því að gera Tré lífsins að veruleika er löng en á undanförnum árum höfum við unnið hart að því að tryggja að svo verði. Við höfum meðal annars tryggt lóð fyrir húsnæði Trés lífsins, Skipulagsstofnun hefur staðfest aðal- og deiliskipulag fyrir húsnæðið og Minningagarðinn og við höfum átt í miklum samskiptum við Dómsmálaráðuneytið og aðrar opinberar stofnanir. Við framfylgjum lögum og reglugerðum í hvívetna og þann 1.október 2021 fengum við samþykki Sýslumanns fyrir staðsetningu og skipulagi bálstofu í aðalatriðum í samræmi við 2.mgr. 9.gr. reglugerðar 668/2007. 

Fjármögnun fyrir 80% stofnkostnaðar hefur verið tryggt með lánsfjármagni og 20% verður safnað í hópfjármögnun meðal almennings, sveitarfélaga og ríkis.  

Dómsmálaráðuneytið lét vinna að úttekt á bálfaramálum á Íslandi og sý skýrsla lá fyrir í apríl 2022. Í kjölfar þessarar skýrslu þarf dómsmálaráðherra að ákveða hvaða leið verður farin og þá sjáum við hvort Tré lífsins geti haldið áfram vegferð sinni til að verða að veruleika og hafið hópfjármögnun.

Síðustu svör sem stjórn Trés lífsins fékk voru þau að ákvörðun ætti að liggja fyrir á haustmánuðum 2022.

Já þitt er valið, en það er þó ekki alveg ótakmarkað.

Tré lífsins er í samstarfi við Skógræktarfélag Íslands sem mun sjá um að undirbúa Minningagarðinn og ráðleggja um viðeigandi tegundir. Þær tegundir sem henta jarðveginum, vistgerð og verðurfari á svæðinu munu vera í boði. 

Með tíð og tíma, þegar Minningagörðum á Íslandi fjölgar, vaxa upp fallegir, persónulegir skógar prýddir þeim trjám sem fólk valdi sjálft.

Vilt þú verða birkitré eða fura? Víðir eða reynir?