Minningasíða gamla

Háa skilur hnetti
himingeimur,
blað skilur bakka og egg;
en anda sem unnast
fær aldregi
eilífð að skilið.


Úr ljóðinu Ferðalok eftir Jónas Hallgrímsson

Hvenær hugsaðir þú síðast til látins ástvinar?

Flest höfum við misst einhvern nákominn okkur og eigum öll okkar sögur tengdar missi og sorg. Sorgarúrvinnsla okkar fer fram á ólíkan hátt en hjá Tré Lífsins langar okkur að bjóða upp á rafræna minningasíðu sem heldur minningu ástvina okkar á lofti.

Á minningasíðunni verður að finna mynd og æviágrip hins látna, minningargreinar og gestabók.

Í gestabókina geta ástvinir hins látna og gestir og gangandi í Minningagörðunum skrifað kveðju til viðkomandi. Sá sem kveðjuna ritar velur hvort hún birtist sem opin færsla eða einkafærsla, þannig að ástvinir geta fengið útrás fyrir sorgartjáningu og einnig fundið styrk og samkennd í minningarorðum annarra sem birtast opinberlega.

Minningasíðan verður aðgengileg í gegnum heimasíðu Trés Lífsins, í gegnum app og með QR kóða sem verður á skilti við hinsta hvílustað hins látna, hvort sem er í kirkjugarði eða við tré viðkomandi í Minningagarði.

Skjáskot af frumgerð Minningasíðu hjá Tré lífsins