Kirsuberjatré

Um okkur gamla

Tré lífsins- bálstofa og Minningagarðar ses. er sjálfseignastofnun sem mun reisa bálstofu með athafnasal og kyrrðarrými í Rjúpnadal í Garðabæ. Fyrsti Minningagarður landsins verður opnaður á sama stað þar sem fólki býðst að gróðursetja ösku ástvina sinna ásamt tré. 

Tré lífsins er óháð öllum trúar- og lífsskoðunarfélögum og mun vera opið öllum óháð trú þeirra, trúleysi eða lífsskoðun.

SBS. Sumarhúsið og garðurinn. Sept2019

Að baki Tré lífsins stendur Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir, forsvarskona og stofnandi,  ásamt fjölda sérfræðinga á ólíkum sviðum sem ná til verkefnisins, svo sem lögfræði, tækni, persónuverndar, skógræktar og sorgarúrvinnslu.

Sigríður Bylgja er með meistaragráðu í mannvistfræði með áherslu á menningu, völd og sjálfbærni. Hún hefur starfað mikið í umhverfismálum og sjálfbærni er henni sérstaklega hugleikin.

sigridur.bylgja@trelifsins.is

Tré Lífsins hefur verið í þróun frá árinu 2015.